Geta ekki þjónustað viðskiptavini með erlendar millifærslur

Ástæðan fyrir því að Sparisjóðirnir geta ekki þjónustað viðskiptavini sína …
Ástæðan fyrir því að Sparisjóðirnir geta ekki þjónustað viðskiptavini sína með erlendar millifærslur er sú að Ísland er á gráum lista yfir ríki, sem þykja ekki hafa gripið til full­nægj­andi aðgerða gegn pen­ingaþvætti og fjár­mögn­un hryðju­verka. AFP

Sparisjóðirnir geta ekki þjónustað viðskiptavini sína með erlendar millifærslur á næstunni og er viðskiptavinum sem þurfa að nýta sér slíka þjónustu bent á að gera viðeigandi ráðstafanir hjá öðru fjármálafyrirtæki. Ástæðan er sú að Ísland er á gráum lista yfir ríki, sem þykja ekki hafa gripið til full­nægj­andi aðgerða gegn pen­ingaþvætti og fjár­mögn­un hryðju­verka. Þetta kemur fram á vef Sparisjóðanna. 

Samstarfsaðili sparisjóðanna getur ekki lengur veitt þessa þjónustu vegna krafna frá erlendum samstarfsaðila hans. Íslenskir bankar hafa jafnframt ekki treyst sér til að veita sparisjóðnum þessa þjónustu vegna krafna sinna samstarfsaðila erlendis.

Ekki verður hægt að millifæra eða greiða til erlendra aðila eftir 6. desember 2019 og ekki verður heldur hægt að móttaka greiðslur eða millifærslur frá erlendum aðilum eftir 13. desember 2019. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert