Karlmaður um fimmtugt hefur verið úrskurðaður í tíu daga gæsluvarðhald, eða til 19. desember, á grundvelli rannsóknarhagsmuna vegna mannslátsins í Úlfarsárdal í gær.
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði manninn í varðhald að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að maðurinn sem lést hafi verið á sextugsaldri. Fimm karlmenn voru handteknir á vettvangi og eru fjórir þeirra nú lausir úr haldi lögreglu.
Lögregla segir að rannsókn málsins gangi vel, en hún miðar að því að leiða í ljós með hvaða hætti maðurinn féll fram af svölunum.