Lögregla hefur frá því í gærkvöldi yfirheyrt fimm menn sem handteknir voru síðdegis í gær vegna rannsóknar á andláti manns sem féll fram af svölum í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal í Reykjavík.
Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði að mennirnir væru yfirheyrðir og málið í rannsókn. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið.
Maðurinn var fluttur á Landspítalann eftir að lögreglu barst tilkynning um að hann hefði fallið af svölunum á þriðja tímanum í gær. Hann var úrskurðaður látinn við komuna á Landspítala.
Hinn látni var erlendur ríkisborgari og sama á við um þá fimm sem eru í haldi lögreglunnar.