Fleiri grunaðir um aðkomu að mannsláti

Fimm menn voru yfirheyrðir eftir að maður féll fram af …
Fimm menn voru yfirheyrðir eftir að maður féll fram af svölum í Úlfarsárdal og lést. mbl.is/Alexander Gunnar

Þó að einungis einn hafi verið handtekinn grunaður um að hafa orðið samlanda sínum að bana í Úlfarsárdal eru fleiri grunaðir um aðild að málinu. Þetta segir Margeir Sveinsson, aðstoðar­yfir­lög­regluþjónn hjá miðlægri rann­sókn­ar­deild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Margeir vill ekki segja hversu margir séu grunaðir um aðild að málinu og kýs að tjá sig ekki frekar um málið að svo stöddu en það er í rannsókn. 

Fimm karl­menn voru upphaflega hand­tekn­ir á vett­vangi glæpsins og hlutu þeir þá allir réttarstöðu sakbornings. Fjórum þeirra var sleppt úr haldi lögreglu en einn handtekinn. 

Maðurinn sem var handtekinn er um fimmtugt og frá Litháen. Hann var úrskurðaður í tíu daga gæsluvarðhald níunda desember. Gæsluvarðhaldinu lýkur því næstkomandi fimmtudag eða nítjánda desember. Maðurinn kærði gæsluvarðhaldið til Landsréttar síðastliðinn föstudag.

Andlát mannsins átti sér stað þegar hann féll fram af svölum í fjölbýlishúsi við Skyggnisbraut í Úlfarsárholti mánudaginn níunda desember síðastliðinn. Maðurinn sem lést var á sextugsaldri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert