Gæsluvarðhald yfir karlmanni um fimmtugt, sem situr í varðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna vegna mannsláts í Úlfarsárdal í byrjun mánaðarins, hefur verið framlengt um fjórar vikur, eða til 16. janúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Áður var maðurinn úrskurðaður í 10 daga varðhald frá 9. desember til dagsins í dag.
Fimm karlmenn voru upphaflega handteknir á vettvangi glæpsins og hlutu þeir þá allir réttarstöðu sakbornings. Fjórum þeirra var sleppt úr haldi lögreglu en einn var sem fyrr segir úrskurðaður í varðhald.
Maðurinn sem situr í varðhaldi er um fimmtugt og frá Litháen, en hefur búið hér á landi um margra ára skeið.Andlát mannsins átti sér stað þegar hann féll fram af svölum í fjölbýlishúsi við Skyggnisbraut í Úlfarsárholti mánudaginn níunda desember síðastliðinn. Maðurinn sem lést var á sextugsaldri.