Stytting gæti valdið kynjahalla

Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi.
Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Um 400 börn eru sótt eftir klukkan 16.30 úr leikskólum borgarinnar á hverjum degi en það mun nú breytast.

Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar samþykkti í gær að stytta starfstíma leikskóla þannig að þeir verði opnaðir klukkan 7.30 og lokað klukkan 16.30. Þessi breyting á að taka gildi 1. apríl.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins mótmæltu þessari ákvörðun og lögðu fram tillögu um sveigjanlegri viðverutíma barna á leikskólum og starfsfólks leikskólanna.

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í Morgunblaðinu í dag, að ekki sé nóg með að breytingin komi niður á fjölda fólks heldur sé foreldrum einnig gefinn of skammur tími til að gera aðrar ráðstafanir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka