Lögregla fer fram á áframhaldandi gæsluvarðhald

Lithái á sextugsaldri lést er hann féll fram af svölum …
Lithái á sextugsaldri lést er hann féll fram af svölum í fjölbýlishúsi við Skyggnisbraut í Úlfarsárholti mánudaginn 9. desember. mbl.is/Alexander Gunnar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Litháa um fimmtugt sem grunaður er um aðild að andláti manns sem féll fram af svölum í Úlfarsárdal 9. desember síðastliðinn.

Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is. Gildandi gæsluvarðhaldsúrskurður yfir manninum rennur út í dag og kemur í ljós síðar í dag hvort dómari verði við kröfu lögreglu.

Fimm voru handteknir á vettvangi andlátsins og eru þeir allir með réttarstöðu sakbornings í málinu, en aðeins einn sætir gæsluvarðhaldi vegna þess.

Lithái á sextugsaldri lést er hann féll fram af svölum í fjölbýlishúsi við Skyggnisbraut í Úlfarsárholti mánudaginn 9. desember. Rannsókn lögreglu stendur yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert