Varðhald framlengt fram í febrúar

Lit­hái á sex­tugs­aldri lést er hann féll fram af svöl­um …
Lit­hái á sex­tugs­aldri lést er hann féll fram af svöl­um í fjöl­býl­is­húsi við Skyggn­is­braut í Úlfarsár­holti mánu­dag­inn 9. des­em­ber. mbl.is/Alexander Gunnar

Gæslu­v­arðhald yfir karl­manni um fimm­tugt, sem sit­ur í varðhaldi á grund­velli rann­sókn­ar­hags­muna vegna mannsláts í Úlfarsár­dal í byrj­un desember, hef­ur verið fram­lengt um fjór­ar vik­ur eða til 13. febrúar.

Maðurinn, sem er Lithái um fimm­tugt, er grunaður um aðild að and­láti manns sem féll fram af svöl­um í Úlfarsár­dal 9. des­em­ber síðastliðinn.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­reglu en maðurinn hefur verið í varðhaldi frá andláti.

Fimm karl­menn voru upp­haf­lega hand­tekn­ir á vett­vangi glæps­ins og hlutu þeir þá all­ir rétt­ar­stöðu sak­born­ings. Fjór­um þeirra var sleppt úr haldi lög­reglu en einn var sem fyrr seg­ir úr­sk­urðaður í varðhald.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert