Munu reyna að bjarga Orra

Orri hefur verið í höfninni á Flateyri frá því snjóflóðið …
Orri hefur verið í höfninni á Flateyri frá því snjóflóðið féll. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

„Eigendurnir telja sig hugsanlega geta bjargað bátnum og eru að leita leiða til þess. Við gefum þeim frest til að koma með framkvæmdaáætlun um það,“ segir Guðmundur Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar.

Tekist hefur að ná til allra bátanna sem urðu fyrir snjóflóðinu á Flateyri í síðasta mánuði nema netabátsins Orra. Hann er sá eini sem var ótryggður.

„Það er þannig lagað séð ekki mikil mengunarhætta af honum en við leggjum samt áherslu á að hann verði fjarlægður sem fyrst,“ segir Guðmundur í Morgunblaðinu í dag, eftir fund með eigendunum í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert