Icelandair aflýsir flugi á föstudag vegna veðurs

Lægð sem á að ganga yfir landið á föstudag mun …
Lægð sem á að ganga yfir landið á föstudag mun hafa áhrif á flug til Evrópu. mbl.is/Hari

Icelandair hefur aflýst 22 brottförum til og frá Evrópu föstudaginn 14. febrúar vegna veðurs og skipulagt átta ný flug á morgun, fimmtudaginn 13. febrúar. Allt flug til og frá Bandaríkjunum og Kanada er enn á áætlun á föstudag að svo stöddu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair.

Þessar raskanir á flugi hafa áhrif á þúsundir farþega en 8.000 farþegar áttu bókað flug með Icelandair á föstudag. Nú þegar hafa 1.500 farþegar þegið boð Icelandair um að flýta og breyta flugi vegna þessa.

Farþegar hafa verið upplýstir um niðurfellingu flugs á föstudaginn. Unnið er að því að endurbóka farþega í ný flug. Hluta þeirra á morgun og svo í önnur flug á næstu dögum.

„Farþegar munu fá senda uppfærða ferðaáætlun í tölvupósti en geta einnig fylgst með „umsjón með bókun“ á heimasíðu Icelandair. Þar eru flugupplýsingar uppfærðar um leið og breytingar liggja fyrir og þar geta farþegar jafnframt uppfært netföng og símanúmer þannig að hægt sé að koma skilaboðum til þeirra hratt og örugglega,“ segir í tilkynningunni.

Frekari upplýsingar má finna hér.

Eftirfarandi flugi hefur verið aflýst á föstudag:

FI532/533 til og frá München

FI520/521 til og frá Frankfurt

FI342/343 til og frá Helsinki

FI306/307 til og frá Stokkhólmi

FI500/501 til og frá Amsterdam

FI528/529 til og frá Berlín

FI204/205 til og frá Kaupmannahöfn

FI416/417 til og frá Dublin

FI544/545 til og frá París CDG

FI318/319 til og frá Ósló

FI430/431 til og frá Glasgow

Búið að er að skipuleggja eftirfarandi auka brottfarir á morgun:

FI504 frá Keflavík til Amsterdam kl. 09:45

FI505 frá Amsterdam til Keflavíkur kl. 14:00

FI546 frá Keflavík til Parísar CDG kl. 16:00

FI547 frá París CDG til Keflavíkur kl. 20:35

FI524 frá Keflavík til Frankfurt kl. 14:40

FI525 frá Frankfurt til Keflavíkur kl. 19:20

FI216 frá Keflavík til Kaupmannahafnar kl. 16:10

FI217 frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur kl. 20:20

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert