Á að vera hluti af okkar venjulega viðbúnaði

„Ég upplifi það, ég er nú nýlent í Reykjavík, að …
„Ég upplifi það, ég er nú nýlent í Reykjavík, að fólk úti um land allt er búið að vera að fara yfir sínar áætlanir til þess að mæta svona veðrum,“ segir Katrín, sem er nýkomin heim úr hringferð Vinstri grænna í kjördæmaviku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Nú eru all­ir held ég mjög viðbún­ir, ekki síst eft­ir það sem gekk hér á í des­em­ber. Við erum búin að tala um fátt annað en veður und­an­farn­ar vik­ur, en auðvitað er það svo líka eins og fram hef­ur komið að það er ým­is­legt sem við þurf­um að gera tölvu­ert bet­ur, til að mynda raf­orku- og fjar­skiptainnviðum, sem mun taka ein­hvern tíma að laga þó við við för­um í það verk­efni að flýta fram­kvæmd­um.“

Þetta seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra í sam­tali við mbl.is. Af­taka­veðri álíka því sem gerðist í des­em­ber er spáð á land­inu á morg­un.

„Ég upp­lifi það, ég er nú ný­lent í Reykja­vík, að fólk úti um land allt er búið að vera að fara yfir sín­ar áætlan­ir til þess að mæta svona veðrum og við sjá­um að stofn­an­ir eru að gera það. Þetta á auðvitað bara að vera hluti af okk­ar venju­lega viðbúnaði, það á ekki að þurfa sér­staka fundi til, þegar svona spá ligg­ur fyr­ir,“ seg­ir Katrín, sem er ný­kom­in heim úr hring­ferð Vinstri grænna í kjör­dæm­a­viku.

„Átaks­hóp­ur­inn sem ég setti af stað eft­ir óveðrið í des­em­ber hef­ur verið að störf­um síðan og verið að funda með aðilum og á að skila af sér í lok þessa mánaðar, fe­brú­ar. Það mun stand­ast.“

„Ég sé fyr­ir mér að við mun­um flýta fram­kvæmd­um á ýms­um sviðum í kjöl­far þess­ara til­lagna, en hins veg­ar held ég ein­mitt að við séum öll kom­in í æf­ingu eft­ir veðrið í des­em­ber og svo von­ar maður bara að það verði eng­in slys á fólki í þessu veðri.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert