Aðstæður á Suðurlandi eru að skána og eru vinnuflokkar frá Rarik farnir af stað í bilanaleit í Árnessýslu, en enn er erfitt að komast til vinnu í Rangárvallasýslu og Skaftafellssýslu.
„Þessu til viðbótar er eldingaveður að koma yfir landið og það getur bæði valdið truflunum, en einnig getur þetta tafið fyrir truflanaleit og viðgerðum,“ segir í tilkynningu frá Rarik.
Á Suðurlandi er vitað um truflanir á tólf stöðum, sem sjá má í yfirliti Rarik. Enn er rafmagnslaust í Mýrdal og rafmagn skammtað á Vík.
Þá er enn rafmagnslaust í Hornafirði vegna bilunar í flutnings- og dreifikerfi. „Í ljós hefur komið að krapi og selta í einöngrurum við múffuvirki norðan við Höfn. Verið er að undirbúa að skolun,“ segir í tilkynningu Landsnets.