Heitavatnslaust í efri byggðum

Björgunarsveitarmenn sinntu fjöldamörgum útköllum í dag.
Björgunarsveitarmenn sinntu fjöldamörgum útköllum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rétt fyrir kl. 18:00 varð mikið spennuflökt á flutningskerfi Landsnets og hafði það áhrif á rafdreifikerfi Veitna. Rafmagn fór af í örstutta stund en dælur í hitaveitu á höfuðborgarsvæðinu slógu út svo heitavatnslaust varð hjá íbúum í efri byggðum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum en íbúar í hverfum í efri byggðum borgarinnar höfðu haft samband við mbl.is og greint frá rafmagnsflökti og heitavatnsleysi.

Vel gekk að koma dælum aftur í gagnið en þegar því verki var að ljúka kom annar skellur á kerfið svo dælurnar slógu aftur út. Verið er að ræsa þær á ný og verði ekki fleiri slík atvik ættu allir íbúar höfuðborgarinnar að vera komnir með heitt vatn innan stundar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka