Hjólandi við Sæbraut í morgun

Í myndavélinni má sjá blikkljósið færast frá austri til vesturs …
Í myndavélinni má sjá blikkljósið færast frá austri til vesturs við gatnamót Sæbrautar og Katrínartúns. Skjáskot/Advania

Rauð veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu og vindhviður upp undir 30 m/s stoppuðu ekki vegfaranda einn sem var á leið til vinnu rétt eftir sjö í morgun, en honum brá fyrir í vefmyndavél Advania á Sæbrautinni. Það sem skilur hann frá flestum öðrum, sem fóru af stað í morgun og voru á bílum, var að þessi virðist hafa farið ferða sinna á hjóli.

Klukkan 7:10 má í vefmyndavélinni sjá blikkandi ljós á göngu- og hjólastígnum koma úr austurátt og færast vestur. Miðað við hraðann á ljósinu er líklegast að um hjólandi vegfaranda sé að ræða, en ekki er þó útilokað að þar fari einhver hlaupandi. Vegna rigningar er ekki mögulegt að sjá nánar hver þarna fer um, en ljóst er að ferðalög við þessar aðstæður eru ekki allra.

Skjáskot/Advania
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert