Mæðgum og köttum bjargað úr húsi

Frá björgunaraðgerðum í dag. Eins og sjá má nær sjórinn …
Frá björgunaraðgerðum í dag. Eins og sjá má nær sjórinn langt upp á kjallaraglugga hússins. Ljósmynd/Víkurfréttir

Mæðgum og fjórum köttum þeirra var bjargað af heimili sínu í Garði skömmu fyrir hádegi í dag. Sjór hafði flætt alveg upp að húsinu og náði vel upp á kjallaraglugga hússins og komust hvorki fólk né ferfætlingar burt úr húsinu. Þá er fjölskyldubíllinn hálfur á kafi, eins og sjá má á ljósmyndum lögreglu.

Sindri Fanndal Júlíusson í björgunarsveitinni Ægi segir að mæðgurnar hafi verið nokkuð rólegar og að köttunum hafi verið komið í búr og burt frá húsinu.

Kjallari hússins er á floti, auk þess sem nokkur sjór hafði einnig komist inn á jarðhæð hússins og er ljóst að tjón er talsvert. Slökkvilið gerir ráð fyrir því að fara að húsinu í dag og dæla sjó í burtu og bjarga bifreiðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka