Mæðgum og köttum bjargað úr húsi

Frá björgunaraðgerðum í dag. Eins og sjá má nær sjórinn …
Frá björgunaraðgerðum í dag. Eins og sjá má nær sjórinn langt upp á kjallaraglugga hússins. Ljósmynd/Víkurfréttir

Mæðgum og fjór­um kött­um þeirra var bjargað af heim­ili sínu í Garði skömmu fyr­ir há­degi í dag. Sjór hafði flætt al­veg upp að hús­inu og náði vel upp á kjall­ara­glugga húss­ins og komust hvorki fólk né fer­fætl­ing­ar burt úr hús­inu. Þá er fjöl­skyldu­bíll­inn hálf­ur á kafi, eins og sjá má á ljós­mynd­um lög­reglu.

Sindri Fann­dal Júlí­us­son í björg­un­ar­sveit­inni Ægi seg­ir að mæðgurn­ar hafi verið nokkuð ró­leg­ar og að kött­un­um hafi verið komið í búr og burt frá hús­inu.

Kjall­ari húss­ins er á floti, auk þess sem nokk­ur sjór hafði einnig kom­ist inn á jarðhæð húss­ins og er ljóst að tjón er tals­vert. Slökkvilið ger­ir ráð fyr­ir því að fara að hús­inu í dag og dæla sjó í burtu og bjarga bif­reiðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert