Um klukkan 15:00 í dag voru símtöl til Neyðarlínunnar orðin 665 það sem af er degi sem er um það bil 200 fleiri símtöl en að meðtali á sólarhring. Mikið álag var upp úr klukkan 8:00 í morgun og voru símtöl orðin um 450 um 11:00.
Þetta kemur fram í stöðuskýrslu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vegna óveðurs sem gengið hefur yfir landið í dag.
Þar kemur einnig fram að þegar mest lét voru símtöl til Neyðarlínunnar 100 á klukkustund.