Næsta lægð nálgast landið hratt

Lægð morgundagsins mun ekki hafa jafn mikil áhrif.
Lægð morgundagsins mun ekki hafa jafn mikil áhrif. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nú þegar íbúar á sunnanverðu landinu eru farnir að treysta sér út eftir föstudagslægðina er rétt að fara að fjalla um næstu lægð sem dýpkar nú ört og nálgast landið hratt úr suðvestri.“ Þannig hefst færsla á veðurvef Bliku þar sem fjallað er um lægð morgundagsins.

Þar kemur fram að um dýpstu lægð sögunnar gæti verið að ræða en í það minnsta nokkuð ljóst að lægðin verður sú dýpsta á öldinni.

Gular viðvaranir verða í gildi á Suðurlandi og Vestfjörðum á morgun og getur vindur í hviðum farið í allt að 40 m/s.

Í færslunni kemur fram að lægðin muni ekki valda miklum vandræðum hér á landi. Það mun hún hins vegar gera víða í Evrópu en alls hafa verið gefnar út veðurviðvaranir í tólf löndum vegna hennar.

Færsluna má nálgast hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka