Rúta fauk á hliðina við Höfðasel á Akranesi þegar ofsaveður gekk yfir suður- og vesturhluta landsins í morgun. Mikill vindur var í grennd við Akranes en rúmlega tíu í morgun mældist vindhviða 71 m/s.
Fram kemur á vef Skagafrétta að þakplötur á húsi við Höfðasel fuku í nótt og rúta frá hópferðafyrirtækinu Skagaverk fauk á hliðina.
Rútan var kyrrstæð á bílaplani við Höfðasel.