Strætóskýli lagðist á bakið á Seltjarnarnesi

Þetta strætóskýli laut í lægra haldi fyrir veðrinu.
Þetta strætóskýli laut í lægra haldi fyrir veðrinu. mbl.is/Jóhann

Strætóskýli fauk um koll fyrir utan sundlaugina á Seltjarnarnesi þegar óveðrið gekk yfir í morgun.

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem íbúi á Seltjarnarnesi sendi mbl.is virðist strætóskýlið ekki hafa færst neitt úr stað, heldur lagðist einfaldlega á bakið.

Búið er að setja farg ofan á skýlið svo það fari ekki á ferðina.

Strætósamgöngur á höfuðborgarsvæðinu hafa legið niðri í morgun, en akstur mun hefjast á ný um hádegisbil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert