Útköllin að verða átta hundruð talsins

Veðrið hefur ekki verið sérstakt í dag og fjöldi útkalla …
Veðrið hefur ekki verið sérstakt í dag og fjöldi útkalla eftir því. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Útköll dagsins hjá björgunarsveitum eru orðin 763 talsins og hafa rúmlega 800 björgunaraðilar tekið þátt í aðgerðum síðan óveðrið skall á í nótt. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við mbl.is. 

Björgunaraðilar í þessu samhengi eru sjálfboðaliðar björgunarsveitanna, lögregluþjónar, slökkviliðs- og sjúkraflutningafólk.

Auk þeirra hefur fjöldi fólks verið að störfum í dag til að reyna lágmarka skemmdir vegna óveðursins, til dæmis þeir sem sjá um viðhald og lagfæringar á rafmagnsstaurum. Ef allt það fólk er tekið með í reikninginn hafa líklega rúmlega þúsund manns tekið þátt í einhvers konar aðgerðum vegna óveðursins í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka