Veðrið að ganga eftir

„Vissulega höfum við haft eignatjón en að mér vitandi engin …
„Vissulega höfum við haft eignatjón en að mér vitandi engin slys á fólki, sem er nú aðalatriðið.“ Ljósmynd/Landsbjörg

„Veðrið virðist vera að ganga eft­ir. Við erum búin að vera með foktjón á Suður­land og í Vest­manna­eyj­um og eitt­hvað á höfuðborg­ar­svæðinu og nú er þetta að fær­ast upp á Kjal­ar­nes og Vest­ur­land. Þetta er að ganga eft­ir.“

Þetta seg­ir Hjálm­ar Björg­vins­son, deild­ar­stjóri hjá al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, í sam­tali við mbl.is. „Vissu­lega höf­um við haft eigna­tjón en að mér vit­andi eng­in slys á fólki, sem er nú aðal­atriðið.“

Sam­hæf­ing­armiðstöð al­manna­varna var virkjuð á miðnætti. Að sögn Hjálm­ars hef­ur á ann­an tug manns verið á staðnum að fylgj­ast með gangi mála og aðstoða eft­ir þörf­um.

Nú á milli sjö og níu verða vakta­skipti í sam­hæf­ing­armiðstöðinni, en Hjálm­ar seg­ir að lík­lega verði mönn­un svipuð áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert