Vegalokanir fyrir norðan, vestan og austan

Staðan á vegum landsins rétt fyrir klukkan 17:00.
Staðan á vegum landsins rétt fyrir klukkan 17:00. Kort/Vegagerðin

Vegum um Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði, Fjarðarheiði og Fagradal hefur verið lokað og þá er ófært um Hófaskarð. Auk þess eru flestir vegir lokaðir á Vestfjörðum og stefnt er að mokstri á milli þéttbýlisstaða þar í fyrramálið.

Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að vegir um sunnanvert landið eru orðnir færir en víða er hvasst og helstu leiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu hafa verið opnaðar fyrir umferð.

Á Norðurlandi er lokað um Vatnsskarð, Þverárfjall, Öxnadalsheiði, Siglufjarðarveg og Víkurskarð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka