Vonast til að koma rafmagni á í Eyjum fljótlega

Rafmagn var tekið af hluta Vestmannaeyja um tíma í dag …
Rafmagn var tekið af hluta Vestmannaeyja um tíma í dag vegna álags þar sem varaaflsstöðvar náðu ekki að sinna bænum í heild sinni. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Skerðingu á rafmagni í Vestmannaeyjum verður vonandi aflétt fljótlega. Viðgerð á Hellulínu 1 er lokið og línan er á leið í rekstur, að því er segir í tilkynningu frá Landsneti þar sem farið er yfir stöðuna á flutningskerfinu. 

Rafmagn var tekið af hluta bæjarins um tíma í dag vegna álags þar sem varaaflsstöðvar náðu ekki að sinna bænum í heild sinni. 

Víða hafa verið raf­magnstrufl­an­ir á Suður- og Vest­ur­landi í morg­un vegna óveðursins sem gengur yfir landið. Viðgerð er að klárast á Korpulínu 1 og er reiknað með henni í rekstur um klukkan fjögur. 

Þá er verið að undirbúa viðgerð á Hvolsvallalínu þar sem brotnuðu sex stæður en viðgerð mun taka einhvern tíma.

Vatnshamralína 1 er komin í rekstur og Prestbakkalína sömuleiðis, en hún verður ekki tekin í rekstur strax vegna eldingarhættu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert