Enn skerðing á rafmagni og stutt í næstu lægð

Enn er skerðing á rafmagni til Vestmannaeyja en ekki hefur tekist að koma Hellulínu 1 í gagnið, samkvæmt upplýsingum frá Landsneti. Innsetning var reynd á sjöunda tímanum í morgun að lokinni viðgerð en línan leyti út á ný. Áfram verða því takmarkaðir afhendingarmöguleikar raforku á austanverðu Suðurlandi og í Vestmannaeyjum.

Við bryggjuna í Vestmananeyjum í gær. Önnur lægð gengur yfir …
Við bryggjuna í Vestmananeyjum í gær. Önnur lægð gengur yfir eyjuna í dag en mun kraftminni. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Jón Bragi, varðstjóri hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, segir í samtali við mbl.is að bæjarbúar finni ekki mikið fyrir skerðingunni. Von er á annarri lægð upp úr hádegi þegar gul viðvörun tekur gildi. Lögreglan brýndi fyrir bæjarbúum að nýta tímann milli lægða til að festa það sem ekki losnaði í gær. 

„Það er bara fínt og rólegt hjá okkur núna, en þessi lægð verður týpísk vetrarlægð,“ segir Jón Bragi. Hann segir að bæjarbúar hafi verið vel undirbúnir fyrir veðrið í gær og að tjón hafi verið minniháttar, ef frá eru talin örlög vélbátsins Blátinds sem sökk við bryggju í gærmorgun. Báturinn hvarf ofan í höfnina og einungis mastrið stendur upp úr. Ákvörðun um hvað verði gert varðandi Blátind verður tekin eftir helgi að sögn Jóns Braga. 

Vél­bát­ur­inn Blát­ind­ur VE21 sökk við bryggju í Vest­manna­eyj­um í gærmorg­un.
Vél­bát­ur­inn Blát­ind­ur VE21 sökk við bryggju í Vest­manna­eyj­um í gærmorg­un. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka