Flæmdu ferðamenn af Sólheimasandi

Mikill vindur og öldugangur var í Reynisfjöru er fréttaritara mbl.is …
Mikill vindur og öldugangur var í Reynisfjöru er fréttaritara mbl.is bar að garði í hádeginu. mbl.is/Jónas Erlendsson

Lög­regl­an í Vík óskaði í há­deg­inu eft­ir aðstoð björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Víkverja til að aðstoða við að fá fólk af Sól­heimas­andi vegna slæms veðurs. Að sögn Sig­urðar Gým­is Bjart­mars­son­ar björg­un­ar­sveit­ar­manns var um fyr­ir­byggj­andi vinnu að ræða. „Það var eng­inn í hættu enn, en það var búið að spá skíta­veðri.“

Minnst átta pör­um eða ferðahóp­um, sem höfðu gert sig lík­lega til að halda út á Sól­heimasand, var snúið við og seg­ir Sig­urður að all­ir hafi tekið vel í til­mæl­in.

Mjög hvasst er á Suður- og Suðaust­ur­landi einkum und­ir Eyja­fjöll­um og í Öræf­um. Að sögn Daní­els Þor­láks­son­ar, veður­fræðings á Veður­stofu Íslands hef­ur vind­hraði náð 28 metr­um á sek­úndu, en vind­ur í hviðum náð 45 metr­um á sek­úndu und­ir Eyja­fjöll­um.

Gul viðvör­un er í gildi á Suður­landi, en Daní­el seg­ir að viðvör­un­arstig sé ekki hærra vegna þess hversu af­markaðs svæðis viðvör­un­in nær til. „Þetta er í raun sam­göngu­viðvör­un,“ seg­ir hann. Útlit er fyr­ir að dragi úr vindi á næstu klukku­tím­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert