Íbúar austan Þjórsár fari sparlega með rafmagn

Áfram eru takmarkaðir afhendingarmöguleikar raforku á austanverðu Suðurlandi og í …
Áfram eru takmarkaðir afhendingarmöguleikar raforku á austanverðu Suðurlandi og í Vestmannaeyjum þar sem ekki hefur tekist að koma Hellulínu 1 í gagnið. mbl.is/​Hari

Íbúar á Suðurlandi, austan Þjórsár, eru beðnir um að spara rafmagns vegna bilana í kerfi Landsnets. 

Áfram eru takmarkaðir afhendingarmöguleikar raforku á austanverðu Suðurlandi og í Vestmannaeyjum þar sem ekki hefur tekist að koma Hellulínu 1 í gagnið. Innsetning var reynd á sjöunda tímanum í morgun að lokinni viðgerð en línan leyti út á ný.

5.600 heim­ili og vinnustaðir urðu raf­magns­laus á svæði Rarik í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær, flest­ir á Suður­landi og Suðaust­ur­landi. Rúm­lega 100 staur­ar brotnuðu og einnig var eitt­hvað um vírslit og slá­ar­brot.

Langflest heimili eru aftur komin með rafmagn en bæði Landsnet og Rarik vinna að viðgerðum í dag.

Hér má finna allar helstu upplýsingar um truflanir á rafmagni vegna óveðursins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert