Rannsókn á veikindum beinist að hreyflum

Þrjár flugfreyjur þurftu súrefni í flugi og var ein óvinnufær.
Þrjár flugfreyjur þurftu súrefni í flugi og var ein óvinnufær.

Rann­sókn rann­sókn­ar­nefnd­ar sam­göngu­slysa á veik­ind­um flug­freyja í Boeing 767-300-flug­vél Icelanda­ir frá því í janú­ar í fyrra bein­ist að hreyfl­um og hreyflaviðhaldi. Þetta kem­ur fram í stöðuskýrslu um málið. Þar seg­ir enn frem­ur að tvö svipuð mál hafi verið sam­einuð rann­sókn­inni.

Málið er rakið í skýrsl­unni þar sem fram kem­ur að í byrj­un janú­ar í fyrra hafi vél Icelanda­ir verið snúið aft­ur til Kefla­vík­ur vegna veik­inda flug­freyja um borð.

Rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa var þá þegar með nokk­ur önn­ur sam­bæri­leg mál til rann­sókn­ar vegna veik­inda áhafna. 

Við rann­sókn kom í ljós að þrjár flug­freyj­ur veikt­ust í flug­inu auk þess sem ein til viðbót­ar fann til vægra ein­kenna. Þær þrjár sem veikt­ust þurftu súr­efni og var ein þeirra óvinnu­fær í flug­inu. Lækn­ir um borð sinnti umönn­un þeirr­ar sem var óvinnu­fær.

Rann­sókn­ar­nefnd­inni barst til­kynn­ing þegar flug­vél­in var enn á leið til baka og gafst tæki­færi til að taka á móti vél­inni og taka ýmis efna­sýni um borð strax að lok­inni lend­ingu. Nefnd­inni hafði ekki gef­ist kost­ur á slíku í fyrri rann­sókn­um.

Nefnd­in skoðar hvort starfs­um­hverfi flug­freyja tengd­ist veik­ind­un­um í Boeing 767-vél­um og bein­ist rann­sókn að hreyfl­um og hreyflaviðhaldi. 

Síðastliðið haust var greint frá veik­ind­um flug­freyja um borð í vél­um Icelanda­ir. Þá var haft eft­ir Ásdísi Ýr Pét­urs­dótt­ur, upp­lýs­inga­full­trúa Icelanda­ir, að flug­fé­lagið tæki þátt í svo­nefndri FACTS-rann­sókn á veg­um evr­ópsku flu­gör­ygg­is­stofn­un­ar­inn­ar EASA, sem snúi að loft­gæðum í farþega­rými flug­véla.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert