Bangsar breiða úr sér í veldisvexti

Vakur Hugason 3 ára kannaði aðstæður á Sólvallagötu í dag, …
Vakur Hugason 3 ára kannaði aðstæður á Sólvallagötu í dag, og móðir hans Júlía Runólfsdóttir segir á Facebook að hún sé óviss um hvor hafi skemmt sér betur, hann eða hún. Ljósmynd/Júlía Runólfsdóttir

Á sama tíma og öllu tóm­legra er um að lit­ast á göt­um gamla Vest­ur­bæj­ar­ins en flest­ir vilja venj­ast, hafa hý­býli þar stór og smá mörg fengið óvænta and­lits­lyft­ingu: Bangs­ar hafa stillt sér upp í allt að þriðja hverj­um glugga í hverf­inu, sam­kvæmt niður­stöðum óform­legr­ar könn­un­ar íbúa sem taldi þá í göngu­ferð dags­ins.

Vesturbærinn lætur sitt alls ekki eftir liggja í bangsaátakinu.
Vest­ur­bær­inn læt­ur sitt alls ekki eft­ir liggja í bangsa­átak­inu. Ljós­mynd/​Hilm­ar Þór

Þessi íbúi er Guðmund­ur Felix­son sviðshöf­und­ur, sem taldi 95 bangsa í hálf­tíma löng­um göngu­túr í ná­grenni við heim­ili sitt við Selja­veg í dag. Fjöld­inn kom hon­um í opna skjöldu. „Þetta var mjög skemmti­legt og sýn­ir hvað þarf lítið til að hafa ofan af fyr­ir manni í sam­komu­bann­inu. Eða ég átta mig samt í raun­inni ekki á því hvort þetta sé skemmti­legt í al­vör­unni eða hvort mér leiðist bara svona ógeðslega mikið í þess­um aðstæðum að þetta sé orðið það skemmti­leg­asta sem maður ger­ir, að telja bangsa“ seg­ir Guðmund­ur í sam­tali við mbl.is. Það er þó auðvitað sama hvaðan gott kem­ur.

Bangsar prýða nú marga glugga í Vesturbænum, ekki síst á …
Bangs­ar prýða nú marga glugga í Vest­ur­bæn­um, ekki síst á Holts­götu. Ljós­mynd/​Aðsend

Guðmund­ur er ekki í eig­in­legri sótt­kví en kveðst vera kom­inn í hálf­sjálf­skipaða sótt­kví ásamt kær­ustu sinni, Þuríði Blæ Jó­hanns­dótt­ur. Þau eiga von á barni í júní og hafa sig því hæg í far­aldr­in­um. Þau fara þó í dag­leg­an göngu­túr og taka öll­um verk­efn­um fagn­andi, eins og því að telja bangsa um leið og þau ganga. 

Guðmundur Felixson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir eru í „hálfsjálfskipaðri sóttkví“ …
Guðmund­ur Felix­son og Þuríður Blær Jó­hanns­dótt­ir eru í „hálf­sjálf­skipaðri sótt­kví“ þessa dag­ana og eiga von á barni í júní. mbl.is/​Stella Andrea

Önnur at­hug­un sem þau gerðu í dag var sú að Holts­gat­an í Vest­ur­bæn­um virðist leiðandi í bangsa­átak­inu góða. „Það er rosa mikið að ger­ast þar,“ lýs­ir Guðmund­ur. Nú er að vita hvort aðrar göt­ur taki sig ekki upp og bjóði Holts­götu birg­inn.

Íslend­ing­ar hófu að stilla leik­fanga­björn­um út í glugga að er­lendri fyr­ir­mynd, en þar var blásið til átaks­ins með það fyr­ir aug­um að ung­ir sem aldn­ir hefðu taln­ingu þeirra sér til dægra­stytt­ing­ar í löng­um göngu­ferðum. Það er ekki nema í þess­ari viku sem fyrstu menn fóru að hvetja til at­hæf­is­ins. Á ör­fá­um dög­um eru þeir þó orðnir eins marg­ir og Guðmund­ur seg­ir og verður sú öra út­breiðsla vart skil­in öðru­vísi en að böngs­un­um fjölgi nú í veld­is­vexti.

mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert