Breikkun á vegi boðin út

Vegastæðið. Tvöföldun Suðurlandsvegar verður á þeim kafla sem sprengdur var …
Vegastæðið. Tvöföldun Suðurlandsvegar verður á þeim kafla sem sprengdur var niður í kletta á sínum tíma. Ljósmynd/Vegagerðin

Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í tvöföldun Suðurlandsvegar frá Vesturlandsvegi að Bæjarhálsi. Um er að ræða 1.000 metra kafla.

Jafnframt hefur Vegagerðin sótt um framkvæmdaleyfi til Reykjavíkurborgar og er sú ósk til meðferðar hjá skipulagsfulltrúa.

Verkið var á áætlun árið 2021 en ríkisstjórnin hefur flýtt framkvæmdinni um eitt ár til að vega upp á móti kólnun hagkerfisins. Vegagerðin beið ekki boðanna og var auglýst eftir tilboðum í verkið mánudaginn 30. mars sl. Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 21. apríl.

Ganga á rösklega til verks því verklok eru áætluð 1. nóvember í haust. Verkið felst í að fullgera eystri akbraut Suðurlandsvegar, milli Vesturlandsvegar og Bæjarháls. Eystri akbrautin verður tengd við núverandi vegakerfi í báðum endum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert