Farbann vegna andláts í Úlfarsárdal framlengt

Lit­hái á sex­tugs­aldri lést er hann féll fram af svöl­um …
Lit­hái á sex­tugs­aldri lést er hann féll fram af svöl­um í fjöl­býl­is­húsi við Skyggn­is­braut í Úlfarsár­holti mánu­dag­inn 9. des­em­ber 2019. mbl.is/Alexander Gunnar

Landsréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að erlendum karlmanni á sextugsaldri verði gert að sæta farbanni til 3. júní vegna rannsóknar á dauðsfalli í Úlfarsárdal 9. desember, en maðurinn er grunaður um að hafa átt þátt í dauða manns sem féll fram af svölum á þriðju hæð.

Lit­hái á sex­tugs­aldri lést er hann féll fram af svöl­um í fjöl­býl­is­húsi við Skyggn­is­braut í Úlfarsár­holti mánu­dag­inn 9. des­em­ber. 

Fimm voru hand­tekn­ir á vett­vangi and­láts­ins og eru þeir all­ir með rétt­ar­stöðu sak­born­ings í mál­inu. Maðurinn sem grunaður er um að hafa hrint hinum látna fram af svölunum var látinn laus úr gæsluvarðhaldi í janúar eftir úrskurð Landsréttar, en hefur síðan verið í farbanni.

Í greinargerð lögreglu segir að hinn grunaði hafi óveruleg tengsl við landið og eigi hér enga fjölskyldu. Því sé hætta á að hann reyni að komast úr landi. Rannsókn málsins sé lokið og bíði niðurstöðu embættis Héraðssaksóknara um ákvörðun um saksókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert