Öll verkefni Vesturverks á ís

Vest­ur­verk hef­ur ákveðið að draga tíma­bundið úr starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins vegna markaðsástæðna. Fyr­ir­tækið hef­ur sagt upp starfs­fólki á Ísaf­irði og verður skrif­stofu fyr­ir­tæk­is­ins þar lokað. Fram­kvæmd­um hef­ur verið frestað um óákveðinn tíma.

Greint er frá mál­inu á vef BB.is.

Þar seg­ir að áfram verði unnið að rann­sókn­um vegna virkj­un­ar­kosta sem unnið er að, þar með talið Hvalár­virkj­un. Gunn­ar Gauk­ur Magnús­son, fram­kvæmda­stjóri Vest­ur­verks, læt­ur af störf­um 1. ág­úst og sömu­leiðis upp­lýs­inga­full­trúi.

Jó­hann Snorri Sig­ur­bergs­son, for­stöðumaður viðskiptaþró­un­ar hjá HS orku, seg­ir í sam­tali við BB að þverr­andi eft­ir­spurn eft­ir raf­magni hafi áhrif á breyt­ing­arn­ar.

Jó­hann lagði áherslu á að Hvalár­virkj­un héldu áfram þótt hægt væri á því. „Hvalár­virkj­un er gott verk­efni,“ sagði Jó­hann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert