Viðbótarfjárveiting til landshlutasamtaka sveitarfélaga

Selvogsviti Suðurland fær mest úthlutað í viðbótarfjárveitingunni.
Selvogsviti Suðurland fær mest úthlutað í viðbótarfjárveitingunni.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur kynnt 200 milljóna króna viðbótarfjárveitingu í sóknaráætlanir landshluta.

Fjárveitingin er liður í fjárfestingarátaki stjórnvaldi til að sporna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru og styðja við verkefni á landsbyggðinni, að því er segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Tekið er fram að féð muni renna til sjö landshlutasamtaka sveitarfélaga á landsbyggðinni.

150 milljónir króna skiptist jafnt á milli landshluta og 50 milljónir dreifist á landshluta að teknu tilliti til hlutfalls atvinnutekna í gistingu og veitingum árið 2018 á hverju svæði fyrir sig. Hver landshluti fái því samtals á bilinu 25,2 m.kr. til 36 m.kr. til ráðstöfunar. Minnst fá Vestfirðir en mest fær Suðurland.

Landshlutasamtök sveitarfélaga sjá um að ráðstafa fjármagninu á hverju svæði, en það skilyrði er sett að fjármunum skuli varið í verkefni sem eru atvinnuskapandi og/eða stuðli að nýsköpun og að leggja skuli áherslu á þær atvinnugreinar sem orðið hafa hvað verst úti vegna Covid-19-faraldursins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert