Eru að ná tökum á eldinum — mikill reykur

Horft yfir Hrísey snemma í morgun.
Horft yfir Hrísey snemma í morgun. Ljósmynd/Sindri Swan

„Við erum að ná tök­um á þessu,“ seg­ir Ólaf­ur Stef­áns­son, slökkviliðsstjóri á Ak­ur­eyri, um eld­inn sem kom upp í gamla frysti­hús­inu í Hrís­ey snemma í morg­un. Eld­ur­inn barst í nær­liggj­andi iðnaðar­hús en slökkviliðinu tókst að slökkva þann eld.

Ólaf­ur seg­ir að á síðasta hálf­tím­an­um eða svo hafi tek­ist að stöðva út­breiðslu elds­ins og unnið er að því að slá á meng­un og slökkva þá elda sem enn loga.

Slökkviliðsstjór­inn seg­ir að eld­ur­inn hafi borist í salt­húsið, við hliðina á frysti­hús­inu. Slökkviliðsmenn hafi hins veg­ar verið snögg­ir að slökkva eld­inn í salt­hús­inu. 

Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri slökkviliðsins á Akureyri.
Ólaf­ur Stef­áns­son, slökkviliðsstjóri slökkviliðsins á Ak­ur­eyri. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Þrátt fyr­ir að slökkvilið sé að ná tök­um á eld­in­um ít­rek­ar Ólaf­ur að mik­ill reyk­ur og meng­un sé á svæðinu. Íbúar eru beðnir um að loka öll­um glugg­um hjá sér og auka kynd­ingu.

Hér má sjá mynd­skeið sem Laimon­as Rimkus birti af elds­voðanum á face­book.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert