Mikill eldsvoði í Hrísey

Hrísey er í Eyjafirði.
Hrísey er í Eyjafirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Eld­ur log­ar í frysti­hús­inu í Hrís­ey og eru bæði lög­regla og slökkvilið komið út í eyju frá Ak­ur­eyri. Varðstjóri í lög­regl­unni seg­ir að staðan sé slæm og mik­ill eld­ur í hús­inu. Eyja­skeggj­ar eru beðnir um að loka glugg­um þar sem reyk­ur ligg­ur yfir eyj­unni. 

Eins og sést á myndinni er reykurinn og eldurinn sjáanlegur …
Eins og sést á mynd­inni er reyk­ur­inn og eld­ur­inn sjá­an­leg­ur frá landi. Ljós­mynd Sig­mar Örn Harðar­son

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu er unnið að slökkvi­starfi en strax var vitað að um tals­verðan eld væri að ræða þar sem hann sást frá landi. 

Lög­regl­an biður íbúa um að loka öll­um glugg­um og hækka hita/​kynd­ing­una í hús­um sín­um. Það kem­ur í veg fyr­ir að reyk­ur ber­ist inn en það legg­ur reyk yfir byggðina.

Frysti­húsið var byggt árið 1936 af KEA.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka