Rýma flest hús í Hrísey

Fiskibáturinn Særún hefur ferjað mannskap frá landi út í eyju …
Fiskibáturinn Særún hefur ferjað mannskap frá landi út í eyju í morgun og hefur hann farið þrjár ferðir frá því tilkynnt var um eldinn um fimm í morgun. Ljósmynd/Sindri Swan

Mik­ill eld­ur er í gamla frysti­hús­inu í Hrís­ey og ligg­ur þykk­ur reyk­ur yfir eyj­unni. Að sögn Ólafs Stef­áns­son­ar, slökkviliðsstjóra á Ak­ur­eyri, er um varn­ar­bar­áttu að ræða og unnið að því að rýma flest hús í eyj­unni.

Líkt og mbl.is greindi frá á sjötta tím­an­um í morg­un kviknaði í frysti­hús­inu í nótt og hef­ur mik­ill mann­skap­ur og búnaður verið send­ur út í eyj­una í morg­un auk þess sem heima­menn taka þátt í slökkvi­starf­inu.

Ólaf­ur seg­ir að allt til­tækt lið taki þátt í varn­ar­bar­átt­unni við eld­inn en hann er ásamt öll­um mann­skap að störf­um í Hrís­ey. 

Við þurf­um að rýma nán­ast öll hús­in í eyj­unni þar sem vind­átt­in hef­ur verið að breyt­ast fram og til baka, seg­ir Ólaf­ur þegar blaðamaður mbl.is náði í hann á átt­unda tím­an­um. 

Lög­regl­an biður íbúa í Hrís­ey að loka öll­um glugg­um hjá sér og auka kynd­ingu. Vart hef­ur orðið við ammoní­aksleka frá vett­vangi og eru íbú­ar beðnir að halda sig inn­an­dyra. 


Mann­skap­ur hef­ur verið ferjaður út í Hrís­ey í morg­un bæði með Hrís­eyj­ar­ferj­unni Sæv­ari og eins fiski­bátn­um Sæ­rúnu en skip­verj­ar voru á leið á veiðar en frestuðu því til þess að taka þátt í að ferja fólk á milli lands og eyj­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert