Slökkva í síðustu glæðunum

Tilkynnt var um eldinn um klukkan fimm í morgun.
Tilkynnt var um eldinn um klukkan fimm í morgun. Ljósmynd/Birgir Sigurjónsson

Slökkviliðsmenn hafa náð tökum á eldinum sem kom upp í gamla frysti­hús­inu í Hrís­ey um klukk­an fimm í morg­un. Verið er að slökkva í síðustu glæðunum en svæðið verður vaktað í dag til að tryggja að eldurinn blossi ekki upp aftur.

Þetta segir Ólaf­ur Stef­áns­son, slökkviliðsstjóri á Ak­ur­eyri, í samtali við mbl.is. Fjölmennt lið slökkviliðsmanna frá Akureyri, Dalvík, Fjallabyggð, auk heimamanna, hefur barist við eldinn frá því klukkan fimm í morgun.

Ólafur segir ljóst að það versta sé yfirstaðið.

Hann segir að suðurhluti frystihússins sé mikið brunninn. Slökkviliðið eyddi miklu púðri í að verja norðurhluta hússins og segir Ólafur að það hafi gengið ágætlega þótt einhverjar reykskemmdir hafi orðið.

Eldsupptök eru ókunn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert