16 ára í vímu undir stýri

mbl/Arnþór

Lögreglan stöðvaði för bifreiðar á Reykjanesbrautinni á þriðja tímanum í nótt. Ökumaðurinn, sem er aðeins 16 ára, er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og akstur án réttinda þ.e. hefur aldrei öðlast ökuréttindi. Málið afgreitt með aðkomu móður og tilkynningu til barnaverndar.

Skömmu eftir miðnætti veitti lögreglan bifreið eftirför og stöðvaði í Garðabæ. Ung kona sem ók bifreiðinni er grunuð um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og að hafa ekki farið að fyrirmælum lögreglu. Konan var vistuð fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Lögreglan stöðvaði bifreið á Suðurlandsvegi við Heiðmörk á sjöunda tímanum í gær og er ökumaðurinn grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.

Ökumaður sem er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna var stöðvaður í Breiðholti (hverfi 111) í nótt af lögreglu að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Í gærkvöldi voru tvær bifreiðar stöðvaðar eftir hraðamælingu á Vesturlandsvegi við Keldur. Mældur hraði var 144/80 og 137/80. Báðir ökumennirnir viðurkenndu brotið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert