FATF staðfestir að Ísland hafi lokið aðgerðum

Á fundinum var samþykkt samhljóða að fulltrúar sérfræðingahópsins muni koma …
Á fundinum var samþykkt samhljóða að fulltrúar sérfræðingahópsins muni koma til Íslands í vettvangsathugun til að staðfesta árangurinn. mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Á allsherjarfundi FATF, alþjóðlegs starfs­hóps um aðgerðir gegn pen­ingaþvætti og fjár­mögn­un hryðju­verka, í dag var staðfest sú niðurstaða sérfræðingahóps sem séð hefur um eftirfylgni með aðgerðaáætlun Íslands hjá FATF að Ísland hefði lokið aðgerðum með fullnægjandi hætti.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins, en þar segir að á fundinum hafi einnig verið samþykkt samhljóða að fulltrúar sérfræðingahópsins muni koma til Íslands í vettvangsathugun til að staðfesta árangurinn.

Endanleg dagsetning slíkrar athugunar hefur ekki verið ákveðin , en stefnt er að því að hún fari fram í byrjun september næstkomandi, að því gefnu að kórónuveirufaraldurinn standi ekki í vegi þess. 

Verði árangur Íslands staðfestur í vettvangsathuguninni má gera ráð fyrir að lögð verði fram tillaga um að Ísland verði tekið af svonefndum gráa lista FATF á fundi FATF í október,“ segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka