Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er með 91% atkvæða þegar fyrstu tölur hafa verið birtar úr öllum sex kjördæmum landsins. Guðmundur Franklín Jónsson, mótframbjóðandi hans, er með 9% atkvæða.
Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur sagði á kosningavöku RÚV fyrir skömmu að ljóst væri að það stefndi í yfirburðasigur sitjandi forseta.