Forsetakosningar kostuðu 416 milljónir

Guðni Th. Jóhannesson hafði betur gegn Guðmundi Franklín Jónssyni í …
Guðni Th. Jóhannesson hafði betur gegn Guðmundi Franklín Jónssyni í forsetakosningunum í sumar. Samsett mynd

Kostnaður ríkisins vegna forsetakosninga í sumar var tæpar 416 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Vísis.

Upphæðin er innan fjárheimildar, sem gerði ráð fyrir 432,2 milljónum króna. Hún er þó heldur hærri en árið 2016 þegar kosningarnar kostuðu um 340 milljónir króna. Segir í frétt Vísis að ráðstafanir sem gripið var til vegna kórónuveirunnar, svo sem þar sem fólki í sóttkví var gert kleift að kjósa, hafi falið í sér aukinn kostnað. Sú ákvörðun var þó tekin á kjördag, þegar fjárheimildir kosninganna lágu fyrir.

Tveir voru í framboði í kosningunum sem fram fóru 27. júní. Guðni Th. Jóhannesson hlaut endurkjör með afgerandi hætti en hann fékk 92,2% greiddra atkvæða. Mótframbjóðandi hans, Guðmundur Franklín Jónsson, hlaut 7,8%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert