Guðni og Guðmundur mættu snemma á kjörstað

Guðmundur Franklín Jónsson og Guðni Th. Jóhannesson.
Guðmundur Franklín Jónsson og Guðni Th. Jóhannesson. Samsett mynd

Forsetaframbjóðendurnir Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson eru búnir að skila atkvæði sínu í forsetakosningunum 2020.

Guðni kom hjólandi frá Bessastöðum á kjörstað í Álftanesskóla, en Guðmundur Franklín kaus í Menntaskólanum við Sund.

Í Reykja­vík verða kjörstaðir opnaðir klukk­an níu og eru opn­ir til klukk­an 22. Ríf­lega 252 þúsund manns eru á kjör­skrá og höfðu í gær hátt í 54 þúsund kosið utan kjör­fund­ar, sem er met. Bú­ist er við fyrstu töl­um á ell­efta tím­an­um í kvöld.

Guðni mætti á kjörstað í Álftanesskóla á hjóli.
Guðni mætti á kjörstað í Álftanesskóla á hjóli. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir
Guðmundur Franklín mætti á kjörstað í Menntaskólanum við Sund við …
Guðmundur Franklín mætti á kjörstað í Menntaskólanum við Sund við opnun. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert