Forsetaframbjóðendurnir Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson eru búnir að skila atkvæði sínu í forsetakosningunum 2020.
Guðni kom hjólandi frá Bessastöðum á kjörstað í Álftanesskóla, en Guðmundur Franklín kaus í Menntaskólanum við Sund.
Í Reykjavík verða kjörstaðir opnaðir klukkan níu og eru opnir til klukkan 22. Ríflega 252 þúsund manns eru á kjörskrá og höfðu í gær hátt í 54 þúsund kosið utan kjörfundar, sem er met. Búist er við fyrstu tölum á ellefta tímanum í kvöld.