Forsetakosningarnar fóru fram í níunda skipti í lýðveldissögunni í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem sitjandi forseti fær mótframboð að loknu fyrsta kjörtímabili.
Kosninganna verður kannski seint minnst fyrir mikla spennu en kjósendur láta það ekki á sig fá þegar kemur að umræðu á Twitter líkt og við mátti búast. Forsetafrúin Eliza Reid lætur heldur ekki sitt eftir liggja en kvöldið leggst greinilega vel í forsetahjónin:
Hér má annars sjá brot af því besta á Twitter:
Klæðaburður Björns Davíðssonar, formanns yfirkjörstjórnar Ísafjarðarbæjar, vakti mikla lukku, skiljanlega:
Mest spennandi við þessar kosningar var í hvernig skyrtu Björn myndi mæta. Get sagt að hann stendur fyllilega undir væntingum. pic.twitter.com/L9qBuKncmw
— Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) June 27, 2020
Björn Davíðsson, okkar maður á Ísafirði, hefur engu gleymt í skyrtuleiknum. #kosningar
— Aðalsteinn (@adalsteinnk) June 27, 2020
Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur er að sjálfsögðu á sínum stað á kosningavöku RÚV:
Ólafur Þ. Harðarson fann ferskeytlu á "Fasbókinni". Það vantar bara gömlu dansana og neftóbakið #kosningar
— Hemúllinn (@arnarsnaeberg) June 27, 2020
Kjósendur deyja ekki ráðalausir, hér er uppskrift að fjörugu kosningapartíi:
Gerum þessa kosningavöku skemmtilega #kosningar pic.twitter.com/apFqjhIzL6
— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) June 27, 2020
Alvöru hvað?
“Þá voru sum sé alvöru... náttúrulega voru kosningar....” - missti Ólafur Harðarson út úr sér um góða kjörsókn í forsetakosningum árið 2016 og ég er ekki frá því að hann hafi roðnað 🤣🤣
— Andrea Sigurðardóttir (@andreasig) June 27, 2020
Dásamlegt Freudian slip í beinni!#kosningar2020 #forsetakosningar
Það er ekki einu sinni verið að þykjast að þessar kosningar séu eitthvað spennandi... þetta er einhver skrýtið hybrid útgáfu af Vikunni / Landanum.
— Minna Susanna (@minnasus) June 27, 2020
Tölfræði eða skemmtiatriði?
Hamraborgin er frábært lag en má ég samt frekar fá umfjöllun um tölfræði og frekari samræður milli Boga og Óla um fyrri kosningar...... Fuck nú kemur bein útsending frá tjaldsvæði á Selfossi...... Wtf #kosningar2020
— Hallgrímur Viðar Arnarson (@HVArnarson) June 27, 2020