Rúmlega 17 þúsund höfðu greitt atkvæði í Suðurkjördæmi klukkan 20 í kvöld eða 46,41% kjósenda í kjördæminu. Hlutfallið er heldur minna en á sama tíma í forsetakosningunum árið 2016 þegar kjörsókn var 54,8%.
Minni kjörsókn virðist vera í flestum kjördæmum samanborið við síðustu forsetakosningar. Skýrist það að miklu leyti á mikilli þátttöku í utankjörfundaratkvæðagreiðslu, en aldrei hafa fleiri greitt atkvæði utan kjörfundar eða um fimmtungur kjósenda.
Kjörsókn í Suðurkjördæmi var 39,5% klukkan 20 í kvöld en þá höfðu 28.690 greitt atkvæði. Á sama tíma í síðustu forsetakosningum var hlutfallið 54,5%.
Kjörsókn í Reykjavíkurkjördæmi norður var 41,22% klukkan 21 sem er talsvert lægra hlutfall en árið 2016. Kjörsókn í Reykjavíkurkjördæmi suður var 44% klukkan 21.
Á Akureyri höfðu 6.853 greitt atkvæði klukkan 21 eða 48,78% kjósenda í bænum.
Kjörstaðir loka klukkan 22 og búast má við fyrstu tölum upp úr klukkan 22:30. Fylgst verður með gangi mála á mbl.is.