Kom hjólandi á kjörstað

Guðni Th. hjólar á kjörstað frá Bessastöðum.
Guðni Th. hjólar á kjörstað frá Bessastöðum. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Guðni Th. Jó­hann­es­son kom hjólandi frá Bessa­stöðum á kjörstað í Álfta­nesskóla klukk­an níu í morg­un. Hann seg­ir kjör­dag­inn leggj­ast afar vel í sig og hvet­ur alla sem geta til að nýta kosn­inga­rétt­inn.

„Þetta er dýr­mæt­ur rétt­ur og ég hvet alla til að nýta hann,“ sagði Guðni.

For­set­inn fylgdi sótt­varn­a­regl­um á kjörstað af mik­illi sam­visku­semi, og var létt­ur í bragði þegar mbl.is náði af hon­um tali.

Guðni sýnir persónuskilríki á kjörstað.
Guðni sýn­ir per­sónu­skil­ríki á kjörstað. mbl.is/Í​ris Jó­hanns­dótt­ir

Eng­in skipu­lögð kosn­inga­vaka

Hann seg­ir að fjöl­skyld­an á Bessa­stöðum ætli sér að njóta dags­ins í góða veðrinu, og hjálpa þeim sem þurfa hjálp við að kom­ast á kjörstað.

„Þetta verður allt á mjög lág­stemmd­um nót­um,“ seg­ir Guðni, en í kvöld munu nokkr­ir vin­ir og stuðnings­fólk koma sam­an og gera sér dagamun. „Það er eng­in skipu­lögð kosn­inga­vaka í ljósi ástands­ins og þeirra hamla sem eru á manna­mót­um núna.“ Hann seg­ist engu að síður vera bjart­sýnn fyr­ir kvöld­inu.

Áhyggju­efni að fólk geti ekki nýtt kosn­inga­rétt

For­set­inn seg­ir það áhyggju­efni og álita­mál að sú staða geti komið upp að fólk geti ekki nýtt sinn kosn­inga­rétt. Á þriðja hundrað manns mun ekki geta greitt at­kvæði í dag vegna sótt­kví­ar, en Guðni seg­ir að það sé um­hugs­un­ar­efni að ekki hafi verið hugað að þessu fyrr en nú.

mbl.is/Í​ris Jó­hanns­dótt­ir
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert