Óskar Guðna til hamingju

Guðmundur Franklín Jónsson á kjörstað í morgun.
Guðmundur Franklín Jónsson á kjörstað í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmund­ur Frank­lín Jóns­son for­setafram­bjóðandi kveðst vera ánægður með fyrstu töl­ur kvölds­ins. „Ég bjóst nú ekki við tveggja stafa tölu, og kannski  nótt­in er ung  og ég von­ast til að þetta fari kannski aðeins upp.“

Þetta kom fram í viðtali við RÚV í kvöld. Hann kvaðst vera þakk­lát­ur fyr­ir hvert at­kvæði, sem væri at­kvæði gegn spill­ingu.

Guðmund­ur sagði að það væri mik­il­vægt að nýta þenn­an rétt til að bjóða sig fram svo for­seta­embættið sé ekki bara á færi­bandi í fjög­ur ár. „Ég óska bara Guðna og fjöl­skyldu til ham­ingju. Megi hann lengi lifa.“

Spurður hvort hann hefði haft trú á sigri í kosn­ing­un­um sagði Guðmund­ur: „Já og nei skil­urðu. Það get­ur allt gerst í heim­in­um. En í þessu til­felli þá ætla ör­laga­dís­irn­ar mér eitt­hvað annað og eru að kippa í háls­málið á mér og eng­inn veit sína framtíð fyr­ir fram.“

Hann full­yrti enn frem­ur að all­ir fjöl­miðlar lands­ins hefðu staðið á bak við Guðna. „Þú get­ur bara lesið fjöl­miðlana undafar­inn mánuð og þá veistu það. Við þurf­um þá ekk­ert að hugsa meira um það. En þá er þetta bara búið í kvöld; eða reynd­ar ekki búið en mér sýn­ist þetta vera nokk­urn veg­inn skýrt.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert