Lilja óskar Guðna til hamingju

Guðni Th. Jóhannesson og Lilja Alfreðsdóttir.
Guðni Th. Jóhannesson og Lilja Alfreðsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, óskar Guðna Th. Jóhannessyni forseta og eiginkonu hans, Elizu Reid, til hamingju með endurkjör til forseta Íslands.

Lilja segir ánægjulegt að sjá góða þátttöku í kosningunum og hversu vænt þjóðinni þyki um embættið. „Sumarið er sannarlega komið og stefnir í fallegan dag!“ skrifar Lilja

Guðni hlaut afgerandi meirihluta, eða 92,2% atkvæða, í forsetakosningum í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka