Þakklátur fyrir góða kjörsókn

mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðni Th. Jó­hann­es­son var end­ur­kjör­inn for­seti Íslands í gær með 92,2% at­kvæða.

Í aukaf­rétta­tíma RÚV í há­deg­inu seg­ir Guðni að umboðið sé sterkt vega­nesti inn í næsta kjör­tíma­bil.

Í frétta­tím­an­um kem­ur fram að sig­ur­inn sé sá næst­stærsti í sögu embætt­is­ins.

Fólki þyki vænt um embættið

Guðni kveðst sér­stak­lega þakk­lát­ur fyr­ir góða kjör­sókn, sem sé vitn­is­b­urður um að Íslend­ing­um þyki vænt um embættið og vilji nýta lýðræðis­leg­an rétt sinn. Hann seg­ist þá ætla að halda áfram á sömu braut.

Þótt kosn­inga­bar­átt­an hafi tekið á seg­ir hann að þetta allt hafi verið þess virði.

„Það sem öllu skipt­ir er að fólki í þessu landi líði vel, að við stönd­um sam­an um það að gera þetta sam­fé­lag okk­ar ögn betra í dag en það var í gær, og þar hef­ur for­seti hlut­verki að gegna, oft­ar en ekki á óbein­an hátt, og ekki ber að van­meta það.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert