Jafn óhæfur í Eyjum og á Suðurnesjum

Horft yfir Vestmannaeyjar.
Horft yfir Vestmannaeyjar. mbl.is

Það liggur auðvitað í hlutarins eðli að sé lögreglustjóri óhæfur til að sinna sínu embætti á Suðurnesjum er hann jafn óhæfur til að sinna því í Vestmannaeyjum,“ skrifar Hildur Sólveig Sigurðardóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Vestmannaeyja. 

Hún segir það virkilega neikvæð skilaboð sem samfélaginu í Vestmannaeyjum yrðu send ef Ólafur Helgi Kjartansson yrði fluttur úr embætti sínu sem lögreglustjóri á Suðurnesjum til lögreglunnar í Vestmannaeyjum.

Dóms­málaráðherra er sagður hafa til­kynnt Ólafi Helga Kjart­ans­syni, lög­reglu­stjóra á Suður­nesj­um, um flutn­ing hans til embætt­is lög­regl­unn­ar í Vest­manna­eyj­um.

Í form­legu bréfi er sagt koma fram að flutn­ing­ur­inn taki gildi núna um mánaðamót­in, fall­ist Ólaf­ur Helgi á til­lög­una.

Eðlilegt ferli væri að auglýsa stöðu lögreglustjóra í Vestmannaeyjum nú þegar og þá gæti Ólafur Helgi vissulega sótt um líkt og hver annar en að veita einhverjum tækifæri umfram annan og hvað þá einhverjum sem nota bene er hringamiðjan í þessu erfiða máli á Suðurnesjum væri óásættanlegt,“ skrifar Hildur Sólveig enn fremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert