Þrjátíu konur fengu rangar niðurstöður

Embætti landlæknis rannsakar málið.
Embætti landlæknis rannsakar málið. Ljósmynd/Krabbameinsfélagið

Að minnsta kosti þrjátíu konur sem fóru í leghálsskoðun hjá Krabbameinsfélagi Íslands árið 2018 fengu rangar niðurstöður um frumubreytingar.

Þetta varð ljóst í kjölfar þess að upp komst um alvarleg mistök starfsmanns félagsins í sumar. Þá hafði kona um fimmtugt greinst með ólæknandi krabbamein, sem líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir, hefði hún ekki fengið ranga niðurstöðu úr leghálssýnatöku árið 2018.

Sjö sentimetra æxli fannst í leggöngum konunnar í júní, að því er segir í umfjöllun Vísis. Sýnið sem tekið var árið 2018 var þá endurskoðað og sáust í því greinilegar frumbreytingar.

Embætti landlæknis rannsakar málið og auk þess hefur gæðaeftirlit félagsins ákveðið að endurskoða fimm til sex þúsund sýni sem tekin voru síðustu þrjú ár. Þegar er búið að skoða helming sýnanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert