SÍ hafi neitað Krabbameinsfélaginu um fund

Krabbameinsfélagið fór fram á neyðarfund vegna „þess vantrausts sem fram …
Krabbameinsfélagið fór fram á neyðarfund vegna „þess vantrausts sem fram kom af hálfu fulltrúa Sjúkratrygginga á öryggi starfsemi Leitarstöðvarinnar“. Sjúkratryggingar höfnuðu þeirri beiðni. mbl.is/Hjörtur

Krabba­meins­fé­lagið óskaði eft­ir því í gær, föstu­dag, að Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands (SÍ) af­hentu fé­lag­inu gögn sem full­trúi SÍ í starfs­hópi um end­ur­skoðun kröf­u­lýs­inga vegna skim­ana fyr­ir brjósta- og leg­hálskrabba­meini vísaði til í Kast­ljósi síðastliðið fimmtu­dags­kvöld.

Á há­degi í dag höfðu SÍ ekki orðið við þeirri beiðni og fór Krabba­meins­fé­lagið því fram á neyðar­fund vegna „þess van­trausts sem fram kom af hálfu full­trúa Sjúkra­trygg­inga á ör­yggi starf­semi Leit­ar­stöðvar­inn­ar“. Sjúkra­trygg­ing­ar höfnuðu þeirri beiðni, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Krabba­meins­fé­lagi Íslands. Þar seg­ir að yf­ir­lýs­ing­ar full­trú­ans hafi komið full­trú­um Krabba­meins­fé­lags­ins sem sátu í starfs­hópn­um í opna skjöldu.

„Efni þeirra hafi held­ur ekki komið fram í tengsl­um við end­ur­nýj­un þjón­ustu­samn­ings fé­lags­ins við Sjúkra­trygg­ing­ar um skiman­irn­ar, sem á und­an­förn­um þrem­ur árum hef­ur verið fram­lengd­ur fimm sinn­um,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þar er ít­rekað að SÍ hafi ekki gert út­tekt­ir á fram­kvæmd þjón­ustu­samn­ings­ins.

„Krabba­meins­fé­lagið tel­ur grafal­var­legt ef heil­brigðis­yf­ir­völd hafa búið yfir mik­il­væg­um upp­lýs­ing­um um starf­semi Leit­ar­stöðvar­inn­ar án þess að fé­lag­inu eða starfs­fólki Leit­ar­stöðvar hafi verið gert viðvart.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka